Prenta

Frá Foreldrafrélagi Seljaskóla

Bekkjarfulltrúafundur og erindi frá Heimili og skóla

Næstkomandi fimmtudagskvöld 8.október boðum við til fundar í hátíðarsal Ölduselsskóla, kl. 20:00. Fundurinn er haldinn í samstarfi við foreldrafélag Ölduselsskóla. 

Erindi um foreldrasáttmála verður kynnt og mun Björn Rúnar Egilsson frá Heimili og skóla tala við okkur. Við hvetjum ykkur kæru bekkjarfulltrúar til að gefa ykkur tíma til að hlýða á þetta fræðsluerindi.

Að loknu erindinu munum við skipta okkur í hópa og deila reynslusögum af foreldrastarfinu.  Léttar veitingar verða í boði. 

Á vef Heimilis og skóla er að finna lýsingu á erindinu hans Björns Rúnars.

Vonumst til að sjá sem flesta bekkjarfulltrúa.

Aðrir áhugasamir foreldrar (sem ekki eru bekkjarfulltrúar) eru einnig velkomnir að koma og hlýða á erindið.

Foreldafélag Seljaskóla

Prenta

Skrekks-BINGÓ í Aski

Sunnudaginn 4. október, milli kl. 12-14 ætlar skrekkshópur Seljaskóla

að halda BINGÓ sem er liður í fjáröflun fyrir Skrekksatriði skólans.

 

Ásamt bingói verður hlaðborð sem að bingógestir eiga kost á

að kaupa sér af á meðan þeir spila. Vonandi sjá sem flestir sér

fært að mæta og styðja krakkana.

 

Bingó: Verð  300 kr. spjaldið eða 500 kr. tvö spjöld.

 

Hlaðborð: Verð  1000 kr. á mann en frítt er fyrir 6 ára og yngri

 

Kveðja,

Skrekkshópur Seljaskóla 2015

Prenta

Norræna skólahlaupið

Mánudaginn 28.september síðastliðinn tókum við í Seljaskóla þátt í „Norræna skólahlaupinu“.

Í hlaupinu er hægt að velja um þrjár vegalengdir til að hlaupa, styst 2,5 kílómetra, þá 5 og mest eru það 10 sem eru hlaupnir.

Alls tóku 602 nemendur þátt þennan dag og samanlögð hlaupalengd okkar var hvorki meiri né minna en 2860 kílómetrar, sem er svona u.þ.b. hringvegurinn fram og til baka.  Meðalvegalengd hvers hlaupara því hvorki meira né minna en 4,75 kílómetrar!

Okkur þótti dagurinn afskaplega vel heppnaður og erum ákveðin að standa okkur enn betur næsta vetur!

Fleiri myndir má sjá í myndasafninu.

 

  

Prenta

Hollt og gott grænmeti í 4. bekk

 Anna Halina 003 Mobile Anna Halina 008 Mobile  
  Anna Halina 010 Mobile  Anna Halina 015 Mobile

Þessi mynd er tekin í heimilisfræðismiðju í 4. bekk. Í tímanum lærðu nemendur um grænmeti, gerðu  ofnbakaðan  grænmetisrétt, skáru niður fjölbreytt ferskt grænmeti og röðuðu fallega  upp á föt. Nemendur fengu að læra ýmislegt um hollustu grænmetis hjá heimilisfræðikennara sínum Ásrúnu G. Ólafsdóttur  í dag. Myndirnar tala sínu máli.

Prenta

Dagur íslenskrar náttúru

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru og umhverfisdegi Reykjavíkur 16. september voru unnin margvísleg verkefni í skólanum. 6. bekkur tók daginn alla leið, voru úti  á opnu svæði við Seljatjörn nutu náttúrunnar og  frábærs veðurs og unnu að listsköpun undir stjórn kennaranna Aðalheiðar Kristjánsdóttur og Svölu Arnardóttur. Nemendur tóku með sér vatnsliti og pappír og svo var málað og málað. Allir voru mjög áhugasamir um þetta verkefni.