Prenta

Þorri genginn í garð

 

Það var líf og fjör í skólanum  í morgun þegar þorrinn gekk í garð. Af því tilefni buðu nemendur í 1.-3. bekk feðrum sínum, öfum, frændum og eldri bræðrum í heimsókn í heimastofu eina kennslustund.  Þetta er  árviss viðburður  á yngsta stigi og ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta. Boðið var upp á fjölbreyttan þorramat sem rann ljúft niður, hákarl, pungar, slátur,  harðfiskur, sviðasulta og margt fleira var á veisluborði  sem nánast svignaði undan kræsingunum.    

Prenta

Foreldradagur í Seljaskóla

Haustönn lýkur formlega með foreldraviðtölum þriðjudaginn 27. janúar. Þá mæta foreldrar með börnum sínum til umsjónarkennara og ræða um námsframvindu, líðan og samskipti.

Tímabókanir fara fram í gegnum Mentor og bóka foreldrar sjálfir viðtalstímann. Hægt er að hafa samband við skrifstofu skólans og fá aðstoð við bókunina. Allir list- og verkgreinakennarar verða til viðtals þennan dag.

Prenta

Nýir gullmolar

Nú hafa verið teknir í notkun nýir gullmolar í skólanum.  Á þeim er merki Sáttarinnar í Sáttarlitunum sem eru gulur, rauður, grænn og blár. Litagleði ræður því ríkjum. Gullmolarnir eru umbun til nemenda fyrir að fara eftir reglum Sáttarinnar sem byggja á einkunnarorðum skólans sem eru samvinna - ábyrgð – traust og tillitssemi þar sem lögð er áhersla á að styrkja jákvæða hegðun.

Á myndinni sjáum við hvernig nýju gullmolarnir líta út.

 

 
.

Prenta

Úrslit í piparkökuhúsasamkeppninni

 

    

 

Nemendur í heimilisfræðivali  á unglingastigi tóku þátt í  piparkökuhúsasamkeppni undir stjórn heimilisfræðikennaranna Ásrúnar G. Ólafsdóttur og Berglindar Sigurgeirsdóttur. Það er alltaf mikil stemning hjá nemendum við piparhúsakökugerðina. Öllum húsunum, skreyttum og fallegum var stillt upp í glerskáp við aðalinngang skólans nemendum, starfsfólki  og gestum til sýnis. Sérstök dómnefnd valdi flottustu húsin. Úrslitin urðu sem hér segir:

  1. sæti – Andrea og Rakel Hulda í 10. bekk
  2. sæti – Stella Stefánsdóttir í 10. bekk
  3. sæti – Marta og Elín Arna 8. bekk

Óskum þessum nemendum til hamingju með flottu piparkökuhúsin sín.

Prenta

Skólastarf á aðventu

jóla4

Skólastarf á aðventu 2014  1.- 10. bekkur

 

1. des.- 5. des. Fyrsta vikan í aðventu. Skreytum  miðrými, ganga og stofur. Höfum jólalegt í kringum okkur á aðventunni.

 

1. des.  mánudagur Þjóðlegur dagur í Seljaskóla. Í tilefni fullveldisdagsins 1. des. Dagsins sérstaklega minnst í kennslu. Starfsfólk og nemendur klæðist  einhverju þjóðlegu þennan dag, t.d. lopapeysu eða öðrum þjóðlegum fatnaði.

 

2. des.    þriðjudagur   Foreldrum nemenda í 1. bekk boðið í heitt kakó og piparkökumálun kl. 8:30.

Jóla

 

3. des.    miðvikudagur   Foreldrum nemenda í 3. bekk boðið í heitt kakó og piparkökumálun kl. 8:30.

 

4. des.   fimmtudagur    Foreldrum nemenda í 2. bekk boðið í heitt kakó og piparkökumálun kl. 8:30.

 

6. des.  laugardagur Jólaföndur foreldrafélagsins kl. 10.00- 14.00  og kaffisala unglingadeildar kl. 10.30-15.00.

 

8. des. mánudagur  Ferð á kaffihús í Garðheimum hjá 5. bekk.

 

10. des.  miðvikudagur Ferð 7. bekkinga í Alþingishúsið og á kaffihús. 2. bekkur fer í jólastemningu í Húsdýragarðinn og fær heitt kakó og smákökur.

 

11. des. fimmtudagur  Jólamatur fyrir alla nemendur og starfsmenn í mötuneyti skólans.  Kennarar beðnir um að láta nemendur vita.

 

12.des. föstudagur Jólalestur á bókasafni 3. bekkur.

 

15. des. mánudagur   Kaffihúsaferð 4. bekkur.

 jóla2

11. des. fimmtudagur Jólaball fyrir 8. -10. bekk í Aski kl. 19:30-22.00.

 

16. des. þriðjudagur Kirkjuheimsókn nemenda í 1. - 6. bekk í Seljakirkju verður sem hér segir:

 

1. ,2. og 3. bekkur kl. 9.00

 

4., 5. og 6. bekkur kl. 10.15 

 

5. bekkur verður með jólasöngleik sem Svala Arnardóttir, leiklistarkennari hefur  umsjón með. Kennt er skv. stundaskrá daginn sem kirkjuferðin er.

 

17. des. miðvikudagur

Jólaball fyrir 6. og 7. bekk í Aski kl. 18.00-20.00.

 

18.des. fimmtudagur

Kirkjuheimsókn  í Seljakirkju

 

19. des. föstudagur

Nemendur í 7. -10. bekk mæta í stofu umsjónarkennara kl. 10.30 og verða með samverustund, sparinesti. 

 kl. 12.00.

 

Jólaskemmtanir hjá 1.- 6. bekk  verða sem hér segir:

 

4., 5. og 6 bekkur kl. 9.30- 11.00 Nemendur mæta í heimastofur og fara síðan í Ask. Skemmtun á sal og gengið verður í kringum jólatréð. Að henni lokinni verða stofujól í heimastofu. Sparinesti.

 

1., 2. og 3. bekkur kl. 11.00-12.30 Nemendur mæta í heimastofur kl. 11.00  og síðan verður jólatrésskemmtun í Aski. Gengið verður í kringum jólatréð og jólasveinn mætir á staðinn. (Ef það gengur að fá jólasvein) Eftir skemmtunina fara  nemendur  í kennslurýmin og halda stofujól. Sparinesti.

 

                                                                       Skólastjórnendur

 

 
   

 

 jóla1