Prenta

Líf og fjör í skólanum

Mikið er um að vera í skólanum þessa dagana.

Gaman er að segja frá því að tveir strákar í 10. bekk þeir  Bjarki Fjalar Guðjónsson í 10.ÞB og  Sveinn Andri Sveinsson í 10. ÓL hafa verið valdir í  í æfingahóp hjá landsliði U-17 ára í handbolta. Óskum við strákunum til hamingju með það. Í dag var uppskeruhátíð á þema í 1. – 3. bekk um sögur eftir Astrid Lindgren eins og Línu langsokk, Emil í Kattholti, Maddit, Ronja ræningjadóttir og Bróðir minn ljónshjarta svo eitthvað sé nefnt . Var foreldrum boðið að koma að skoða afrakstur vinnunnar. Allir tóku saman lagið í Bláberinu og sungu m.a. um Ronju ræningjadóttur. Boðið var upp á hlaðborð í anda þemans. Í 6. og 7. bekk var spiluð félagsvist að vanda. Í 4. bekk hafa börnin verið að læra um réttindi og skyldur, fræðast um hvernig kosningar fara fram. o.s.frv. Fengu þau að kjósa með alvöru kjörseðil og kjörklefa. Svo  spiluðu  þau bingó og allir skemmtu sér hið besta .

Fleiri myndir er að finna í myndasafni.

Nú hefst páskafrí og hefst skóli á ný að loknu páskaleyfi 7. apríl.

Prenta

Sólmyrkvinn

Í morgun fengu nemendur að fylgjast með sólmyrkva þegar tæplega 98% sólarinnar myrkvaðist.   Þetta er langmesti myrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár eða frá almyrkvanum árið 1954.  Sá næsti verður ekki fyrr en 2026.

Í tilefni sólmyrkvans fékk skólinn að gjöf sérútbúin sólmyrkvagleraugu frá Stjörnufræðivefnum og Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness með veglegum stuðningi frá Hótel Rangá og gátu því allir nemendur og starfsmenn  fylgst með þessum merkilega viðburði.

Prenta

Þemadagar í Seljaskóla

Þemaverkefni í 1. – 3. bekk

20. – 27. mars verður þemavika hjá börnum í 1. – 3. bekk. Astrid Lindgren varð fyrir valinu í ár. Unnið verður með Línu Langsokk, Maddit og Betu, Kalla á þakinu, Emil í Kattholti og Ronju Ræningjadóttur. Börnunum hefur verið skipt upp í tíu 19 barna hópa, blönduðum úr öllum þremur árgöngunum. Þau fara á eina stöð á dag og vinna verkefni.

Föstudaginn 27. mars, verður svo uppskeruhátíð og ætla börnin að bjóða foreldrum sínum í heimsókn í skólann að skoða afrakstur þemavikunnar.

Prenta

Skipulagsdagur mánudaginn 16.mars

Mánudagurinn 16. mars er skipulagsdagur organisation day / Dzien organizacyjny kennara og frí hjá nemendum. Til gamans látum við fylgja mynd af verkefni sem unnið var í valáfanganum leikhúsförðun undir stjórn Aðalheiðar Kristjánsdóttur, kennara. Verkefnið var að farða andlit,  sjálfan Lion King. Mjög vel tókst til hjá nemendum eins og sjá má.