Prenta

Vetrarleyfi í Seljaskóla

Vetrarleyfi  17., 20. og 21. október

Vetrarleyfi  verður í skólanum föstudaginn 17. mánudaginn 20. og þriðjudaginn 21. október. Kennsla hefst á ný að loknu vetrarleyfi miðvikudaginn 22. október  skv. stundaskrá.  Við óskum  nemendum og starfsfólki skólans ánægjulegra vetrarleyfisdaga. 

Laughing

Prenta

Forvarnardagurinn 1.október

Í morgun tóku nemendur í 9.bekk þátt í Forvarnardeginum sem haldinn er árlega í 9.bekk að frumkvæði forseta Íslands. Nemendum var skipt í hópa og var umræðuefnið samvera með fjölskyldu, þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og hvert ár skiptir máli varðandi áfengisneyslu ungmenna.  
Með deginum er verið að koma á framfæri þremur heillaráðum sem rannsóknir hafa sýnt að geta stuðlað að því að ungmenni verða síður áfengi og fíkniefnum að bráð.

Allar upplýsingar um Forvarnardaginn má sjá á www.forvarnardagur.is

Prenta

Lið Seljaskóla með góðan árangur á knattspyrnumóti KRR

mynd 1           Mynd 2

 

Mánudaginn 29. september 2014 fór fram Knattspyrnumót grunnskóla Reykjavíkur fyrir nemendur í 7.bekk. Seljaskóli tók þátt í þessu móti eins og hann hefur alltaf gert. Það er skemmst frá því að segja að bæði lið Seljaskóla, þ.e. karla og kvenna, í 7.bekk fóru í gegnum mótið án þess að tapa leik.

Stelpurnar unnu 2 leiki og gerðu 2 jafntefli og dugði það til 2.sætis í riðlinum.

Strákarnir unnu 3 leiki og gerðu 1 jafntefli og vanaði aðeins 1 mark upp á að ná fyrsta sæti í riðlinum. Lið með besta árangur í 2.sæti kemst í úrslit. Enn á eftir að spila tvo riðla svo möguleikinn hjá strákunum er enn góður á að komast í úrslit.

    Allir sem tóku þátt voru sér og skólanum til mikils sóma.

Áfram Seljaskóli

Prenta

Húrra fyrir umhverfismálum í skólanum

 

Seljaskóli sótti um Grænfánann í þriðja sinn í vor. Í dag kom fulltrúi frá Landvernd og gerði úttekt á umhverfismálum í skólanum. Fyrst hitti fulltrúi Landverndar nemendur í umhverfisteymi skólans og bæði ræddi  við þau og fræddi um stöðu umhverfismála, síðan var skólinn skoðaður og rætt við nemendur og starfsmenn. Það er skemmst frá því að segja að við stóðumst úttekt á umhverfismálum með prýði og Grænfáninn verður dreginn að húni í þriðja sinn á næstunni.

Prenta

Nýnemar Seljaskóla

Tekið verður á móti nýnemum Seljaskóla fimmtudaginn 21. ágúst kl. 11:30. Hér er bara átt við um börn sem eru að fara í 2.-10. bekk.
Þar munu umsjónarkennararnir þeirra taka á móti þeim, sýna þeim skólann einnig verður létt spjall við þá.
Foreldrar hjartanlega velkomnir með.
Kennsla hefst svo skv. stundaskrá á föstudagsmorgun kl. 08:30.

Með bestu kveðjum,
skrifstofa Seljaskóla.