Prenta |

Skólaslit 9.júní 2016

 

Skólaslit 1.-9. bekkja í Aski, hátíðarsal skólans, fimmtudaginn 9. júní verða sem hér segir:

1. og 2. bekkur kl. 9:00

3. og 4.bekkur kl. 10:00

5. og 6.bekkur kl. 11:00

7.bekkur kl. 11:30

8. og 9.bekkur kl. 13:00

Prenta |

Ljóðaganga

     Krakkarnir í 7.bekk bjóða landsmönnum upp á ljóðagöngu í Breiðholtshvarfi þessa dagana.

    Skólinn okkar er þátttakandi í verkefninu heilsueflandi Breiðholt og því tilvalið að samþætta ljóðin og hreyfinguna.

     Nú er bara að reima á sig skóna og kíkja á ljóðin á trjánum.

     Breiðholtshvarf er staðsett í hlíðinni fyrir neðan Ritu- og Erluhóla.

            

Prenta |

Endurvinnsla í hæsta gæðaflokki

13310335 506890472852468 8101927866515924141 n Mobile

Fyrir nokkrum dögum sá Dröfn bókasafnsfræðingurinn okkar fram á að þurfa henda Íkea borðinu sem var hér á safninu, það var að liðast í sundur. Þá kom Andri í 6. bekk og spurði hvort hann mætti reyna að laga það. Á nokkrum dögum gerði hann betur en svo. Hann endurhannaði borðið svo það hentaði safninu mun betur, með t. d. hólfi fyrir bækur, og hreinlega smíðaði það upp á nýtt!  Þetta gerði hann einsamall með aðeins örlítilli aðstoð smíðakennarans. Algjör snillingur og bókasafnsfræðingurinn er í skýjunum yfir þessari flottu viðbót við safnið!

13254189 506890476185801 1050326718817678020 n Mobile       13307505 506890499519132 4060606930876339813 n Mobile

Prenta |

Seljaskólanemendur á Norðurlandamóti

Aðfaranótt sunnudags flugu fjórir nemendur 8.bekkjar í Seljaskóla til Finnlands þar sem þau fóru að keppa með reykvískum jafnöldrum sínum á norðurlandamóti höfuðborga.  Við erum auðvitað afskaplega stolt af þessu íþróttaafreksfólki okkar og óskum þeim góðs gengis næstu daga.

Nemendurnir eru frá vinstri: Róbert Andri Ómarsson (knattspyrna), Elín Rósa Magnúsdóttir (handbolti), Guðlaug Embla Hjartardóttir (handbolti) og Fanney Rún Ólafsdóttir (frjálsar íþróttir).