Prenta |

Íþróttafrétt

Gulla og Elín Rósa Mobile

Fyrr í vetur var 30 stúlkna hópur valin til æfinga vegna Grunnskólamóts höfuðborga Norðurlandanna í handbolta sem haldið verður i Helsinki í Finnlandi í maí. Um helgina var svo lokahópurinn valinn til ferðarinnar og voru þá 10 stúlkur valdar. Gaman er að segja frá því að ÍR og Seljaskóli eiga þar tvo flotta fulltrúa. 
Það eru þær Elín Rósa Magnúsdóttir og Guðlaug Embla Hjartardóttir í 8.bekk.

Til hamingju stelpur.

 

Prenta |

Blár dagur

somethingblue640

Við í Seljaskóla verðum með bláan dag, föstudaginn 15. apríl, í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar og hvetjum alla til að  koma bláklædd í skólann  og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna.

Prenta |

Opinn dagur 13.apríl

 Opinn dagur 2016 2

Opinn dagur verður  í skólanum miðvikudaginn 13. apríl. Þá er foreldrum og öðrum gestum boðið að koma í skólann og fylgjast með nemendum í leik og starfi, en fyrst og fremst að eiga saman skemmtilegan dag. Margt verður um að vera í skólanum og íþróttahúsi. Dagskráin stendur frá kl. 8.30-12.00 og verður mjög fjölbreytt. Þetta er skertur skóladagur. Tilgangur með opna deginum er að brjóta upp hefðbundinn skóladag. Margt verður um að vera í skólanum og íþróttahúsi. Vonumst við til að sem flestir foreldrar sjái sér fært að heimsækja skólann þennan dag. Dagskrá opna dagsins verður send foreldrum í tölvupóst og verður birt á heimasíðunni.

Prenta |

Sjóræningjar og hafið

Á hverju ári sameinast nemendur og kennarar barnadeildar í sameiginlegu þema. Hefðbundið skólastarf er lagt til hliðar og unnið að stóru verkefni sem allir taka þátt í. Í ár er þemað sjóræningjar og hafið. Nemendur blandast í hópa frá 1.-3. bekk. Allir eru einn dag á hverri stöð og vinna að mismunandi verkefnum yfir vikuna. Miðvikudaginn 13. apríl verður svo uppskeruhátíð og foreldrum boðið að koma í heimsókn.

Prenta |

Norðurlandaveisla hjá 6.bekk

  

 

 

 

Í dag sýndu nemendur afrakstur hópavinnu um Norðurlöndin.

Verkefnið var að lýsa Norðurlöndunum í máli og myndum með ýmsum hætti.

Nemendur sýndu ótrúlega hugvitssemi við úrlausn verkefnanna allt frá bakstri til bæklinga og margmiðlunar sem sýnt var í sérstökum básum.

Mjög góð mæting var hjá foreldrum og aðstandendum og var samverustundin einstaklega ánægjuleg.

Sjón er sögu ríkari og húrra fyrir molunum í 6. bekk.)

Hægt er að skoða fleiri myndir hér fyrir neðan :)