Prenta

Námskynningar í september

Námskynningar fyrir foreldra verða í öllum árgöngum á næstunni. Þær hefjast kl. 8:30, standa til kl. 9:30 og eru í Bláberinu, sem er samkomusalur næst íþróttahúsinu. Námskynningu í 9. bekk er frestað um sinn af óviðráðanlegum orsökum. Námskynningarnar verða sem hér segir:

Þriðjudaginn 1. september 8. bekkur

Miðvikudaginn 2. september 7. bekkur

Fimmtudaginn 3. september 6. bekkur

Föstudaginn 4. september 5. bekkur

Mánudaginn 7. september 4. bekkur

Þriðjudaginn 8. september 3. bekkur

Miðvikudaginn 9. september  2. bekkur

Fimmtudaginn 10. september 1. bekkur

Prenta

Skólasetning 2015

Skólastarf í 2.-10.bekk hefst mánudaginn 24.ágúst kl. 08:30. Þetta er fullur skóladagur og verður kennt samkvæmt stundaskrá þennan dag.

Dagana 24. og 25. ágúst mæta foreldrar og nemendur í 1. bekk í viðtöl við kennara en bréf verða send viðkomandi með nánari upplýsingum.

Nemendur mæta sem hér segir:

2.bekkur í hús 10,     3.bekkur í hús 8,    4.bekkur í hús 6,    5.bekkur í hús 6,    

6.bekkur í hús 4,    7.bekkur í hús 4,    8.bekkur í hús 3,    9.bekkur í hús 2,    

10.GÁ í stofu 26,    10.HS í stofu 35,     10.VB í stofu 73

Prenta

Skólaslit 9.júní

Eins og áður hefur komið fram  verða skólaslitin með nokkru öðru sniði en venjulega vegna útivistardagsins um morguninn. Til þess að vera ekki að útskrifa nemendur til  kl.17.00 ákváðum við að hafa útskriftina á tveimur stöðum og stytta hana svo nemendur þyrftu ekki að fara heim á milli. Það er einungis 8. og 9. bekkur sem þarf að koma aftur.

1. -  2. bekkur            kl. 12. 00  í Bláberi

3. -  4. bekkur            kl. 12.30 í Bláberi

5. -  6. bekkur            kl. 13.00  í Bláberi

7. bekkur                   kl. 13.00  í Aski

8. og 9. bekkur          kl. 13.30 í Aski

Prenta

Fjallagarpar

Krakkarnir í 3. bekk fóru í fjallgöngu í vikunni. Gengið var á Úlfarsfell í góðu veðri. Allir stóðu sig eins og hetjur og höfðu gaman að ferðinni.