Prenta

Tónleikastuð

      

Í dag héldu fimm nemendur í 7. bekk Seljaskóla og einn úr Ölduselsskóla stutta tónleika fyrir nemendur í 5., 6. og 7. bekk. Þetta eru allt nemendur í Tónskóla Eddu Borg undir stjórn Bjarna Sveinbjörnssonar kennara. Í stuttu máli sagt var mikið stuð á tónleikunum og flutningur krakkanna frábær. Lögin sem þau fluttu voru September, Cool kids og Power love.Tónlistarmennirnir í 7. bekk eru Kristófer Bjarni Bjarnason á trommur, Ásþór Björnsson á hljómborð, Veronika Rós Lúðvíksdóttir, söngur, Hjálmar Tumi Þorkelsson Diego, söngur og gítar, Hanna Mae Isorena Guðjónsdóttir, söngur og gítar og með þeim var Kristín Helga Ómarsdóttir í 8. bekk Ölduselsskóla á bassa.

Prenta

Aðalfundur foreldrafélags Seljaskóla

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 28. maí í hátíðarsal skólans kl. 20:00 til 22:00

Dagskrá fundarins:

20:00-20:45

1. Skýrsla stjórnar

2. Ársreikningur félagsins

3. Kosning í stjórn

Foreldrar eru hvattir til að gefa kost á sér í stjórn foreldrafélagsins, staðan er svo að einungis tveir aðilar gefa kost á sér í áframhaldandi stjórnarsetu og því þurfa nýjir aðilar að gefa kost á sér.

Þeir sem ekki komast á aðalfundin en hafa áhuga á að bjóða sig fram geta sent tölvupóst á  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 4. Önnur mál

Hlé – veitingar

21:00-22:00

Fyrirlestur: Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands fjallar um vináttu og félagsleg samskipti. Aðaláherslan verður á mikilvægi vináttu fyrir börn og unglinga og hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum að eignast vini og halda þeim.

Skólastjórnendur verða á fundinum og svara spurningum foreldra ef einhverjar eru

Fundi slitið 22:00

Við hvetjum alla foreldra til að mæta og sýna þannig samstöðu og stuðning við gott félagsstarf í skólanum.

Stjórn foreldrafélags Seljaskóla

Prenta

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

 5 nemendur Seljaskóla áttu 5 af 50 hugmyndum sem komust í úrslit nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2015. Hugmyndirnar munu þeir útfæra nánar í vinnusmiðju 29. maí n.k. Tilgangur vinnusmiðjunnar er að hver og einn fái tækifæri til að útfæra hugmynd sína nánar með aðstoð leiðbeinenda og öðlist þekkingu í ferlinu „hugmynd – vara - verðmæti“ með því að teikna og hanna á veggspjald, smíða eða sauma frumgerð (líkan), forrita grunnatriði tölvuleiks/app eða vinna þá framsetningu sem lýsir hugmynd þinni best. Við óskum Auði Aþenu Einarsdóttur, Guðrúnu Pálu Árnadóttur, Braga Hrólfssyni, Davíð Sigurvinssyni og Heiði Þóreyju Atladóttur til hamingju með tilnefninguna og óskum þeim velfarnaðar í keppninni.

Prenta

Mömmu og ömmukaffi

Nemendur í 1. bekk og buðu mæðrum sínum og ömmum í heimsókn í skólann  í morgun, föstudaginn 15. maí. Allir lögðu með sér á borð svo úr varð mikil veisla eins og sést á myndum sem teknar voru í tilefni dagsins. Síðan skoðuðu mömmurnar og ömmurnar verk ýmis nemenda sem, spjölluðu og gæddu sér á veitingunum gómsætu. Kennararnir í 1. bekk þær Birna, Jóhanna Laufey, Kristín Margrét og Didda stuðningsfulltrúi voru mjög ánægðar með heimsóknina því alveg troðfullt var út úr dyrum. Feðrum og öfum var boðið í skólann í þorramat á þorranum. Mjög mikil þátttaka var þar líka.

Prenta

Fyrirmyndarstofnun 2015

Í gær kynnti Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar  niðurstöður úr könnuninni  STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR 2015, en þar eru valdar fyrirmyndarstofnanir úr flokki minni og stærri stofnana.

Seljaskóli  varð í 2. sæti í flokki stórra stofnana og eru starfsmenn afskaplega stoltir af því.