Prenta

Húrra fyrir umhverfismálum í skólanum

 

Seljaskóli sótti um Grænfánann í þriðja sinn í vor. Í dag kom fulltrúi frá Landvernd og gerði úttekt á umhverfismálum í skólanum. Fyrst hitti fulltrúi Landverndar nemendur í umhverfisteymi skólans og bæði ræddi  við þau og fræddi um stöðu umhverfismála, síðan var skólinn skoðaður og rætt við nemendur og starfsmenn. Það er skemmst frá því að segja að við stóðumst úttekt á umhverfismálum með prýði og Grænfáninn verður dreginn að húni í þriðja sinn á næstunni.

Prenta

Nýnemar Seljaskóla

Tekið verður á móti nýnemum Seljaskóla fimmtudaginn 21. ágúst kl. 11:30. Hér er bara átt við um börn sem eru að fara í 2.-10. bekk.
Þar munu umsjónarkennararnir þeirra taka á móti þeim, sýna þeim skólann einnig verður létt spjall við þá.
Foreldrar hjartanlega velkomnir með.
Kennsla hefst svo skv. stundaskrá á föstudagsmorgun kl. 08:30.

Með bestu kveðjum,
skrifstofa Seljaskóla.

Prenta

Skólasetning

Skólasetning og kennsla föstudaginn 22. ágúst kl. 8:30 í 2. – 10. bekk

Skólastarf í 2. – 10. bekk hefst föstudaginn 22. ágúst kl. 8:30. Þetta er fullur skóladagur og verður kennt samkvæmt stundaskrá þennan dag. Dagana 22. og 25. ágúst verða nemendur í 1. bekk boðaðir ásamt foreldrum í viðtöl en skólasetning og kennsla í 1. bekk hefst þriðjudaginn 26. ágúst.

Nemendur í 2. – 10. bekk mæti 22. ágúst kl. 8:30 sem hér segir:

2. bekkur    Hús 8

3. bekkur    Hús 9

4. bekkur    stofa 65

5. bekkur    stofa 62

6. bekkur    stofa 45

7. ER            stofa 43

7. IG            stofa 41

7. JL             stofa 42

8.AM (var 7.AS)        stofa 25

8.GH (var 7.LH)        stofa 24 

8. HB (var 7.KF)        stofa 21 

9. GÁ (var 8.AM)       stofa 26 

9. LÓ (var 8.GH)       stofa 22 

9. VB (var 8.HB)       stofa 32 

10.HS (var 9.JG)       stofa 35 

10. ÓL       stofa 36

10. ÞB       stofa 34

Prenta

Njótið sumarsins


Um leið og við óskum ykkur gleðilegs sumars minnum við á sumarlesturinn, sjáumst hress á skólasetningu 22.ágúst