Prenta

Í SÁTT við umhverfið

 

 

Hinn árlegi Sáttardagur var í skólanum í dag. Yfirskrift dagsins var Í SÁTT við umhverfið. Allir nemendur skólans unnu saman þvert á árganga að fjölbreyttum verkefnum í anda SÁTTarinnar. Poppað var yfir eldi, búnar til perlur og skart úr pappír, í smíðastofu var unnið listaverk úr gullregni úr garði skólastjórans, saumað var út á striga, sólargeislar gerðir, mörg myndverk urðu til og svo mætti áfram telja. Nemendum var skipt í hópa sem bera heiti heimsálfa, eins og Asía, Afríka, Evrópa, Ástralía, N-Ameríka  o.s.frv. og færðust milli hópa innan hverrar heimsálfu. Allt byggir þetta svo á einkunnarorðum skólans sem eru: Samvinna – Ábyrgð – Traust og –Tillitssemi

 

Prenta

Grænfáninn afhentur

    

 Í gær var Grænfáninn afhentur við hátíðlega athöfn. Athöfnin hófst á því að allir nemendur skólans komu saman í hátíðarsalnum. Lúðraflokkur Seljaskóla flutti Grænfánamarsinn og Þórður skólastjóri ávarpaði nemendur. Skólasöngur Seljaskóla var sunginn og síðan flutti Gerður Magnúsdóttir frá Landvernd stutt ávarp. Hún afhenti síðan nemendum í umhverfisráði skólans Grænfánann. Að því loknu var gengið fylktu liði út á skólalóð og fáninn dreginn að húni við mikinn fögnuð viðstaddra.Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning Skóla á grænni grein sem nemendur og starfsfólk fá fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og í nærsamfélaginu. Einnig fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar. Þetta er í þriðja sinn sem skólinn tekur við grænfánanum.

 
 
Prenta

Skrekks-BINGÓ í Aski

Sunnudaginn 26. október, milli kl. 13-15 ætlar skrekkshópur Seljaskóla

að halda BINGÓ sem er líður í fjáröflun fyrir Skrekksatriði skólans.

 

Ásamt bingói verður hlaðborð sem að bingógestir eiga kost á

að kaupa sér af á meðan þeir spila. Vonandi sjá sem flestir sér

fært að mæta og styðja krakkana.

 

Bingó: Verð  300 kr. spjaldið eða 500 kr. tvö spjöld.

 

Hlaðborð: Verð  500 kr. fyrir 1.-7. bekk og 800 kr. fyrir 8.bekk og eldri.

 

Kveðja,

Skrekkshópur Seljaskóla 2014

Prenta

Vetrarleyfi í Seljaskóla

Vetrarleyfi  17., 20. og 21. október

Vetrarleyfi  verður í skólanum föstudaginn 17. mánudaginn 20. og þriðjudaginn 21. október. Kennsla hefst á ný að loknu vetrarleyfi miðvikudaginn 22. október  skv. stundaskrá.  Við óskum  nemendum og starfsfólki skólans ánægjulegra vetrarleyfisdaga. 

Laughing

Prenta

Forvarnardagurinn 1.október

Í morgun tóku nemendur í 9.bekk þátt í Forvarnardeginum sem haldinn er árlega í 9.bekk að frumkvæði forseta Íslands. Nemendum var skipt í hópa og var umræðuefnið samvera með fjölskyldu, þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og hvert ár skiptir máli varðandi áfengisneyslu ungmenna.  
Með deginum er verið að koma á framfæri þremur heillaráðum sem rannsóknir hafa sýnt að geta stuðlað að því að ungmenni verða síður áfengi og fíkniefnum að bráð.

Allar upplýsingar um Forvarnardaginn má sjá á www.forvarnardagur.is