Félagsvist í húsi 4

                                       

Hin árlega páskafélagsvist fór fram í húsi 4 í dag. Sigurvegarar voru þau Albert Agnar í 7. bekk og Anney í 6. bekk.

Skólahreysti

Sklahreysti 3 Mobile sklahreysti 2 Mobile

Seljaskóli kominn í úrslit í skólahreysti 2014

 

     Lið Seljaskóla, sem skipað er þeim Arnþóri Daða, Birnu, Viktoríu Sif, Daníel Orra, Helenu og Alexander, gerðu sér lítið fyrir og unnu sinn riðil sem skipaður var skólum frá Breiðholti, Árbæ, Grafarvogi og Norðlingaholti. Keppnin var jöfn og spennandi en sterk liðsheild í liði Seljaskóla skóp sigurinn. Allir keppendur lögðu sitt af mörkum og voru skólanum til mikils sóma sem og áhorfendur sem fjölmenntu til þess að hvetja sitt lið. Þess verður þó að geta að Arnþór Daði vann báðar sínar greinar, þ.e. upphýfingar og dýfur. 

     Úrslitakeppnin fer fram í Laugardalshöll 16. mai n.k. og verður spennandi að fylgjast með gengi liðsins þar. Áfram Seljaskóli

                                                                                                                                         

Öskudagur í myndum

 

                          

Skemmtilegar myndir frá Öskudeginum eru komnar í myndasafnið

 

Upplestrarkeppni Seljaskóla

Upplestrarkeppni Seljaskóla fór fram fimmtudaginn 13. mars. Keppnin er liður í Stóru upplestrarkeppninni sem er haldin um allt land. Keppnin fór vel fram og stóðu lesarar sig með mikilli prýði. Sigurvegarar Seljaskóla eru Jóhannes Bjarki Birkisson 7. LH og Sandra Rós Davíðsdóttir 7. LH. Varamaður er Helga Björg Pétursdóttir 7. AS. Nemendur í 6. bekk sáu um tónlistarflutning og söng á meðan dómarar réðu ráðum sínum. Sigurvegararnir taka þátt í Breiðholtskeppninni sem haldin verður í Seljakirkju miðvikudaginn 19. mars kl. 16:00.

Opið hús í framhaldsskólum 2014

Opið hús í framhaldsskólum á vorönn 2014 fyrir nemendur í 9. og 10. bekk og foreldra þeirra

 

 

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ - þriðjudagur 25. febrúar kl. 16:00 - 18:00

 Borgarholtsskóli í Grafarvogi - miðvikudagur 26. febrúar kl. 17:00 - 19:00

 Menntaskólinn við Sund - mánudagur 10. mars kl. 17.00 - 19.00

 Fjölbrautaskólin í Breiðholti - þriðjudagur  11. mars  kl. 17.00 - 18.30

 Kvennaskólinn í Reykjavík – þriðjudagur 11. mars kl. 17:00  - 19:00

 Fjölbrautaskólinn við Ármúla - miðvikudaginn 12. mars kl. 17:00 - 19:00

 Menntaskólinn við Hamrahlíð - miðvikudagur 12. mars kl. 17:00 - 19:00

 Menntaskólinn í Reykjavík - laugardagur 15. mars kl. 14:00 - 16:00 einnig er boðið upp á heimsóknir þriðjudaga kl. 15:00, 25. febrúar, 11. mars, 25. mars og 8. apríl. Skrá þarf heimsóknartíma í síma 5451900

 Iðnskólinn Hafnarfirði - fimmtudagur 20. mars kl. 15:00 - 18:00

Tækniskólinn við Háteigsveg - laugardagur 22. mars kl. 13:00 - 16:00 Skrúfudagur í Sjómannaskólanum

 Menntaskólinn í Kópavogi - miðvikudagur 26. mars kl. 17.00 - 19.00

 Tækniskólinn við Skólavörðuholt - miðvikudagur 30. apríl kl. 15:00 - 18:00

 

 Á opnu húsi framhaldsskólanna fá nemendur og foreldrar þeirra sérstakt tækifæri til að kynna sér þær fjölbreyttu námsleiðir sem skólarnir hafa upp á að bjóða.