Prenta |

Skólastarf á aðventu 2015

Skólastarf á aðventu 2015  1.- 10. bekkur

30. nóv. Foreldrum nemenda í 1. bekk boðið í heitt kakó og piparkökumálun kl. 8:30-9.30.

Jóla

30. nóv.- 4. des. Fyrsta vikan í aðventu. Skreytum  miðrými, ganga og stofur. Höfum jólalegt í kringum okkur á aðventunni.

1. des. þriðjudagur 

Þjóðlegur dagur í Seljaskóla. Í tilefni fullveldisdagsins 1. des. Dagsins sérstaklega minnst í kennslu. Starfsfólk og nemendur klæðist  einhverju þjóðlegu þennan dag, t.d. lopapeysu eða öðrum þjóðlegum fatnaði.

jóla4

2.bekkur. Foreldrum nemenda í 2. bekk boðið í heitt kakó og piparkökumálun kl. 8:30-9.30.

5. bekkur. Bæjarferð kl. 8:30. Nemendur og kennarar skoða kennileiti í miðbænum eins og Alþingishúsið, Þjóðleikhúsið, ráðhús Reykjavíkur og Stjórnarráðið.

2. des.  miðvikudagur

 Foreldrum nemenda í 3. bekk boðið í heitt kakó og piparkökumálun kl. 8:30-9.30.

Skreytingardagur í unglingadeild  2. des. kl. 09:50 – 12:00.

5. deslaugardagur

Jólaföndur foreldrafélagsins kl. 10.00- 14.00  og kaffisala unglingadeildar kl. 10.30-15.00.

10. des. fimmtudagur 

Jólamatur fyrir alla nemendur og starfsmenn í mötuneyti skólans.  Kennarar beðnir um að láta nemendur vita.

15. des. þriðjudagur

Kirkjuheimsókn nemenda í 1. - 6. bekk í Seljakirkju:

1. - 3. bekkur kl. 9.00

Jóla

4. - 6. bekkur kl. 10.10

5. bekkur verður með jólasöngleik sem Vilborg Þórhallsdóttir, tónlistarkennari hefur  umsjón með. Kennt er skv. stundaskrá daginn sem kirkjuferðin er.

16. des. miðvikudagur

Jólaball fyrir 6. og 7. bekk í Aski kl. 18.00-20.00.

jóla4

17. des. fimmtudagur

Jólaball fyrir 8. -10. bekk í Aski kl. 19:30-22.00.

    18. des. föstudagur

Nemendur í 7. -10. bekk mæta í stofu umsjónarkennara kl. 10.30 og verða með samverustund. Sparinesti.  Kirkjuheimsókn  í Seljakirkju  kl. 12.00.

Jólaskemmtanir hjá 1.- 6. bekk  verða sem hér segir:

4., 5. og 6 bekkur kl. 9.30- 11.00 Nemendur mæta í heimastofur og fara síðan í Ask. Skemmtun á sal í umsjón 6. bekkjar og gengið verður í kringum jólatréð. Að henni lokinni verða stofujól í heimastofu. Sparinesti.

1., 2. og 3. bekkur kl. 11.00-12.30 Nemendur mæta í heimastofur kl. 11.00  og síðan verður jólatrésskemmtun í Aski. Dagskrá í umsjón 3. bekkjar. Gengið verður í kringum jólatréð og jólasveinar mæta á staðinn. Eftir skemmtunina verður samverustund í heimastofu. Sparinesti.

                                                                       Skólastjórnendur

 jóla1

Prenta |

Skrekkur 2015

   

 

Seljaskóli fékk brons eða 3. sætið með atriðið sitt sem heitir: Í deyfðinni dvelur sálin. Flott atriði hjá flottum krökkum.

Prenta |

SÁTTardagur

Árlegur Sáttardagur í Seljaskóla verður miðvikudaginn 18. nóvember. Þetta er skertur skóladagur sem hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 12.00.  Þennan dag  vinna allir nemendur skólans saman þvert á árganga að fjölbreyttum verkefnum í anda SÁTTarinnar þ.e. nemendur allt frá  1. – 10. bekk eru saman í hóp.

Þennan dag er ekki morgungæsla fyrir kl. 9:00 fyrir börnin í 1. 2. og 3. bekk en þau börn sem eru í frístundaheimilinu Vinaseli eða Regnboganum  verða í gæslu eftir Sáttardaginn þar til þau fara í frístundaheimilið. Allir nemendur í 1. – 4. bekk eiga að fara í stofu umsjónarkennara sinna kl. 12.00 þegar Sáttardegi lýkur. Þá hefst gæslan en þeir fara heim sem ekki eiga að fara í gæsluna.

Prenta |

Íslenskuverðlaun

íslenskuverðlaun 001

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík

Það var hátíðleg stund þegar íslenskuverðlaunin voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í gær 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituðu máli.
 

Verndari verðlaunanna, frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, flutti ávarp við athöfnina og afhenti stoltum grunnskólanemendum verðlaunin ásamt fulltrúum  frá skóla- og frístundaráði.  Þrír nemendur Seljaskóla voru í hópi verlaunahafa, Sóley Halldórsdóttir 10. bekk, Weronika Pruszynska 7. bekk og Kalina Lousia Kamenova Mihaleva 4. bekk. Allar hafa þær náð frábærum árangri í íslensku og hafa gott vald bæði á töluðu og rituðu máli. Við óskum þeim innilega til hamingju en þær fengu til eignar veglegan verðlaunagrip, þröstinn góða, sem hannaður er af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur.

Prenta |

Styrkveiting til Seljaskóla

Nordsjö

Seljaskóli hefur fengið styrk frá Nordplus til þátttöku í verkefni um orku og umhverfismál ásamt skólum í Eistlandi, Svíþjóða og Danmörk. Einn liður í verkefninu eru skólaheimsóknir, en farnar verða þrjár ferðir með níu nemendur í 10. bekk í hverja ferð (samtals 27 nemendur). Nemendur Seljaskóla þurfa ennfremur að taka á móti nemendum frá ofangreindum löndum í eitt skipti.  Markmið verkefnisins er að styðja við þekkingu nemenda í náttúrufræði, samfélagsfræði og ensku. Auk þess þurfa nemendur að koma fram á kynningum, taka þátt í hópastarfi, tjá sig um umhverfismál og beita gagnrýnni hugsun við úrlausn samstarfsverkefna við nemendur  erlendis varðandi umhverfisvæna nýtingu náttúruauðlinda og sjálfbærni.

Fyrsta skólaheimsóknin á sér stað frá 8. - 15. nóvember þar sem tveir kennarar skólans fara með níu nemendur úr 10. bekk til Tartu í Eistlandi til þátttöku í þessu spennandi verkefni.