Prenta

Opinn dagur í Seljaskóla 2015

Á morgun miðvikudag verður opinn dagur í Seljaskóla. Þennan dag er foreldrum og öðrum gestum boðið í skólann til að fylgjast með nemendum í leik og starfi. Tilgangurinn með opna deginum er að brjóta upp hefðbundinn skóladag en fyrst og fremst að eiga saman skemmtilegan dag þar sem nemendur geta valið sér og unnið fjölbreytt verkefni víðs vegar um skólann. Dagskráin stendur frá kl. 08:30 - 12:00. Margt verður í boði fyrir nemendur eins og sjá má á dagskránni hér fyrir neðan. Skólinn annast gæslu fyrir þá nemendur sem eru í Vinaseli frá kl. 12:00-13:40 þegar Vinasel tekur við.

 

Opinn dagur í Seljaskóla

miðvikudagurinn  4. mars 2015

Tilgangur með opna deginum er að brjóta upp hefðbundinn skóladag og bjóða foreldrum og öðrum gestum í skólann til að fylgjast með nemendum en fyrst og fremst að eiga saman skemmtilegan dag.

Matur kl. 11.45.  Útbúnar verða samlokur sem komið verður með í miðrýmin. Allir nemendur  fá samlokur og ávaxtasafa og fara síðan heim.  

Gæsla frá kl. 12.00-13.40.  Nemendur í 1.– 3. bekk sem fara í Vinasel býðst gæsla á vegum skólans í skólanum þar til starfsfólk Vinasels við.

Dagskrá  í Aski og Bláberi.  Sérstök skemmtidagskrá :)

Hús 1

Bókasafn

Á bókasafninu er boðið upp á ratleik innan safnsins. Verðlaun í boði.

Allir velkomnir.

Hús 2

Stofa 21             Ljósmyndasamkeppni                                        8.-10. bekkur

Stofa 22             Heimastofa - útileikir                                          8.-10. bekkur

Stofa 25             Snjallsímar/Ipad  Kahoot spurningakeppni      8.-10. bekkur

Stofa  26            Borðspil og skák                                                  8.-10. bekkur

Hús 3

Miðrými

og stofur          Nemendur unglingadeildar baka ofan í svanga gesti. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur með rjóma

Hús 4               

Miðrými            Nemendur í 7.bekk sjá um andlitsförðun        - allir velkomnir

Myndasýning  á smíðaverkefnum  nemenda í 1.-10. bekk

Stofa 41         Dansþrautir                 allir velkomnir

Stofa 42          Þrautabraut/ leikir       allir velkomnir

Stofa 45          Draugagöng                1.-6. bekkur

Hús 6

Stofa 62          Stöðurafmagn            allir velkomnir

Stofa 63            Óskir                         allir velkomnir

Stofa 65            Bingó                        allir velkomnir

                  

Hús 7

Stofa 71           Keppni í fantasíuförðun             8. – 10. bekkur

Öllum velkomið að fylgjast með

Stofa 74           Ljóðagerð, Saumur og prjón      allir velkomnir

Stofa 75            Saumaðir saman prjónabútar  og búið til

 veggteppi sem skreyta á vegg skólans              allir velkomnir

Stofa 76                   Úrvinnsla fyrir ljósmyndasamkeppni     8.-10. bekkur

Hús 8              Kassagerð                     allir velkomnir

Hús 9               Listasmiðja                  allir velkomnir

Hús 10             Opið kaffihús               allir velkomnir

Íþróttahús:

Blak         Tveir hópar. Fyrri hópur byrjar kl. 8:45-9:30. seinni hópur frá 9.45-10.30.  Í hvorum hóp verða mest 30 nemendur úr unglingadeild    

           

 

Prenta

Opin hús í framhaldsskólum vorið 2015

 

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ - þriðjudag 24. febrúar kl. 16:00 - 18:00

 

Fjölbrautaskólin í Breiðholti - fimmtudag  26. febrúar  kl. 17.00 - 18.30

 

Borgarholtsskóli í Grafarvogi - þriðjudag 3. mars kl. 17:00 - 19:00

 

Menntaskólinn í Kópavogi - miðvikudag 11.mars kl. 17:00  - 19:00

 

Menntaskólinn við Hamrahlíð - miðvikudag 11. mars kl. 17:00 - 19:00

 

Menntaskólinn í Reykjavík- laugardag 14. mars kl. 14:00 - 16:00

 

Iðnskólinn í Hafnarfirði  - mánudag 16. mars kl. 14:00 - 17:00

 

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ- miðvikudag 18. mars kl. 17:00 - 18:30

 

Menntaskólinn við Sund - miðvikudag 18. mars kl. 17.00 - 18.30

 

Verslunarskóli Íslands -  fimmtudag 19. mars kl. 17:00 - 19:00

 

Tækniskólinn við Háteigsveg - laugardag 21. mars kl. 12:00 - 16:00

 

Kvennaskólinn í Reykjavík - þriðjudag 24. mars kl. 17:00  - 19:00

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla - miðvikudag 25. mars kl. 17:00 - 18:30

 

Tækniskólinn við Skólavörðuholt - miðvikudag 25. mars kl. 16:00 - 18:00

 

 

 

Á opnu húsi framhaldsskólanna fá nemendur og foreldrar þeirra sérstakt tækifæri til að kynna sér þær fjölbreyttu námsleiðir sem skólarnir hafa upp á að bjóða.

 

 

Prenta

Öskudagsgleði

 

Gaman var í Seljaskóla í dag og margir skörtuðu glæsilegum búningum í tilefni dagsins

Prenta

Vetrarleyfi 19. og 20. febrúar

 

Vetrarleyfi (Winter vacation)( Ferie zimowe) verður í skólanum fimmtudaginn 19. febrúar og föstudaginn 20. febrúar. Kennsla hefst á ný að loknu vetrarleyfi mánudaginn 23. febrúar skv. stundaskrá.  Við óskum  nemendum og starfsfólki skólans ánægjulegra vetrarleyfisdaga.

Prenta

Undirbúningur árshátíðar

Undirbúningur ársh 007 MobileUndirbúningur ársh 022 MobileUndirbúningur ársh 023 MobileUndirbúningur ársh 042 Mobile

Þemadagur í 8. – 10. bekk í tilefni árshátíðar

Í tilefni af því að árshátíð unglingadeildar er í kvöld er þemadagur í unglingadeild. Hver bekkur ákvað ákveðið búningaþema í tilefni dagsins og voru þemun mjög fjölbreytt og skemmtileg. Í 8. bekk var þemað persónur í Disney. 10. ÞB var M&M, í 10. HS voru grískir guðir og 9. VB voru klædd eins íþróttafötum og íþróttafélagið þeirra heitir Very Best eins og upphafsstafir bekkjarins. Síðari hluta morgunsins eyddu nemendur í hvers kyns bekkjakeppnir eins og limbó, kappát, pokahlaup, flekaleik, húlla og sjómann svo fátt eitt sé nefnt. Gaman hjá unglingunum í dag.