Njótið sumarsins


Um leið og við óskum ykkur gleðilegs sumars minnum við á sumarlesturinn, sjáumst hress á skólasetningu 22.ágúst

Skólaslit þriðjudaginn 10.júní

Skólaslit 1.-9. bekkja í hátíðarsal skólans þriðjudaginn 10. júní verða sem hér segir:

 

1. og  2. bekkur           kl.  8.30

3. og  4. bekkur           kl.  9.30

5. og  6. bekkur           kl. 10.30

7. bekkur                    kl. 11.30

8. og 9. bekkur            kl. 13.00

Himingeimurinn

 

Fjórði bekkur AK/EH hefur verið að vinna að sýningunni ,,Himingeimurinn“ á vordögum.

Að því  tilefni buðu þau aðstandendum sínum að koma og sjá afraksturinn og var mætingin mjög góð eða hátt í 100 manns.

Segja má að sýningin sé konfekt fyrir augað og hafi slegið í gegn. Sjá mátti bros og stolt á hverju andliti.

Var hún molunum okkar til mikils sóma og hvatning til frekari sköpunar.

Söngleikurinn Hárið

Söngleikurinn Hárið.

 

Nemendur í söng- og leiklistarvali Seljaskóla settu upp sýninguna Hárið og sýndu nú á vordögum. Æfingar hafa staðið yfir eftir áramót og var sýningin afrakstur þeirrar vinnu.

Sýningin er góð blanda af leik, dansi og söng, kryddað með fallegri og áhrifamikilli lýsingu og hljóðvinnslu.

Meðfylgjandi er lítið brot úr verkinu og er það lagið "Lifi ljósið" sem hljómar.