Prenta |

Öskudagur í Seljaskóla

Nemendur og kennarar skörtuðu allskonar búningum í tilefni dagsins. 

Prenta |

Skapandi samráð í 6.bekk

WP 20160209 002 Mobile WP 20160209 008 Mobile

Vikuna 25. -29. janúar unnu nemendur í 6. bekk  að gerð módels af skólahverfinu okkar sem jafnframt er hluti af verkefninu, Skapandi samráð sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur stendur fyrir í tengslum við gerð hverfisskipulags fyrir alla borgina. Markmiðið  er að færa mótun framtíðarskipulags nær íbúum og hagsmunaaðilum með virku samráði í hverfunum.  Verkefnið tók skemmri tíma en áætlað var enda  hópurinn einstaklega samstilltur  undir stjórn kennara og leiðsögn  frá umhverfis- og skipulagssviði.  Í dag 9. febrúar var foreldrum barnanna boðið að koma og skoða afraksturinn. Módelið verður síðan hluti af stærri sýningu þar sem íbúum Breiðholts gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum sínum að framtíðarsýn fyrir hverfið.

Hægt er að skoða fleiri myndir hér fyrir neðan :)

Prenta |

Öskudagur í Seljaskóla

Eins og fram kemur á skóladagatali er Öskudagurinn 10. febrúar skertur dagur. Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundaskrá. Ýmislegt verður til gamans gert og munu umsjónarkennarar senda foreldrum nánara skipulag dagsins. Skólastarfi lýkur kl. 12.00. Nemendur í áskrift borða í mötuneyti skv. hefðbundnu skipulagi. Skólinn verður með gæslu fyrir nemendur í Vinaseli og Regnboga til kl. 13.20 en þá munu starfsmenn  frístundastarfsins taka við. Gæsla skólans verður í heimastofum nemenda.

Prenta |

Foreldradagur á þriðjudaginn

Þriðjudagurinn 26.janúar er foreldradagur í Seljaskóla.
Engin kennsla er þann dag, en foreldrar og nemendur mæta til viðtals hjá umsjónarkennurum.

Prenta |

Auðvitað eðlisfræði í 6. bekk

 Nemendur í 6. bekk hafa verið að vinna mjög skemmtileg eðlisfræðiverkefni í forritinu PowToo í tölvunum undir stjórn Aðalheiðar Kristjánsdóttur, kennara síns. Verkefnin eru unnin út frá viðfangsefnum bókarinnar Auðvitað – Á ferð og flugi sem er námsefni í eðlisfræði. Nemendur fengu mismunandi efni eins og flugvélar, ljós og speglar, vélar, kraftur, Titanic, linsur o.fl. . Nemendur gerðu alls kyns skýringar inn í verkefnið sitt sem útskýrir hvernig og hvers vegna hlutir eiga sér stað. Þeir nota m.a. teiknimyndir (animation) til að koma efninu til skila. Síðan halda þeir kynningar á því efni sem þeir fengu og ennfremur fá foreldrar að sjá kynningarnar. Mjög skemmtileg vinna hjá þeim.