Prenta

Gleðileg jól

ýmislegt 046

Starfsfólk Seljaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða. Síðasti skóladagur er 19. desember en þá verða litlu jólin og allir koma í hátíðarskapi. Jólaleyfi hefst  mánudaginn 22. desember. Skólastarf hefst að loknu jólaleyfi, föstudaginn 2. janúar skv. stundaskrá.  

Prenta

Úrslit í piparkökuhúsasamkeppninni

 

    

 

Nemendur í heimilisfræðivali  á unglingastigi tóku þátt í  piparkökuhúsasamkeppni undir stjórn heimilisfræðikennaranna Ásrúnar G. Ólafsdóttur og Berglindar Sigurgeirsdóttur. Það er alltaf mikil stemning hjá nemendum við piparhúsakökugerðina. Öllum húsunum, skreyttum og fallegum var stillt upp í glerskáp við aðalinngang skólans nemendum, starfsfólki  og gestum til sýnis. Sérstök dómnefnd valdi flottustu húsin. Úrslitin urðu sem hér segir:

  1. sæti – Andrea og Rakel Hulda í 10. bekk
  2. sæti – Stella Stefánsdóttir í 10. bekk
  3. sæti – Marta og Elín Arna 8. bekk

Óskum þessum nemendum til hamingju með flottu piparkökuhúsin sín.

Prenta

Skólastarf á aðventu

jóla4

Skólastarf á aðventu 2014  1.- 10. bekkur

 

1. des.- 5. des. Fyrsta vikan í aðventu. Skreytum  miðrými, ganga og stofur. Höfum jólalegt í kringum okkur á aðventunni.

 

1. des.  mánudagur Þjóðlegur dagur í Seljaskóla. Í tilefni fullveldisdagsins 1. des. Dagsins sérstaklega minnst í kennslu. Starfsfólk og nemendur klæðist  einhverju þjóðlegu þennan dag, t.d. lopapeysu eða öðrum þjóðlegum fatnaði.

 

2. des.    þriðjudagur   Foreldrum nemenda í 1. bekk boðið í heitt kakó og piparkökumálun kl. 8:30.

Jóla

 

3. des.    miðvikudagur   Foreldrum nemenda í 3. bekk boðið í heitt kakó og piparkökumálun kl. 8:30.

 

4. des.   fimmtudagur    Foreldrum nemenda í 2. bekk boðið í heitt kakó og piparkökumálun kl. 8:30.

 

6. des.  laugardagur Jólaföndur foreldrafélagsins kl. 10.00- 14.00  og kaffisala unglingadeildar kl. 10.30-15.00.

 

8. des. mánudagur  Ferð á kaffihús í Garðheimum hjá 5. bekk.

 

10. des.  miðvikudagur Ferð 7. bekkinga í Alþingishúsið og á kaffihús. 2. bekkur fer í jólastemningu í Húsdýragarðinn og fær heitt kakó og smákökur.

 

11. des. fimmtudagur  Jólamatur fyrir alla nemendur og starfsmenn í mötuneyti skólans.  Kennarar beðnir um að láta nemendur vita.

 

12.des. föstudagur Jólalestur á bókasafni 3. bekkur.

 

15. des. mánudagur   Kaffihúsaferð 4. bekkur.

 jóla2

11. des. fimmtudagur Jólaball fyrir 8. -10. bekk í Aski kl. 19:30-22.00.

 

16. des. þriðjudagur Kirkjuheimsókn nemenda í 1. - 6. bekk í Seljakirkju verður sem hér segir:

 

1. ,2. og 3. bekkur kl. 9.00

 

4., 5. og 6. bekkur kl. 10.15 

 

5. bekkur verður með jólasöngleik sem Svala Arnardóttir, leiklistarkennari hefur  umsjón með. Kennt er skv. stundaskrá daginn sem kirkjuferðin er.

 

17. des. miðvikudagur

Jólaball fyrir 6. og 7. bekk í Aski kl. 18.00-20.00.

 

18.des. fimmtudagur

Kirkjuheimsókn  í Seljakirkju

 

19. des. föstudagur

Nemendur í 7. -10. bekk mæta í stofu umsjónarkennara kl. 10.30 og verða með samverustund, sparinesti. 

 kl. 12.00.

 

Jólaskemmtanir hjá 1.- 6. bekk  verða sem hér segir:

 

4., 5. og 6 bekkur kl. 9.30- 11.00 Nemendur mæta í heimastofur og fara síðan í Ask. Skemmtun á sal og gengið verður í kringum jólatréð. Að henni lokinni verða stofujól í heimastofu. Sparinesti.

 

1., 2. og 3. bekkur kl. 11.00-12.30 Nemendur mæta í heimastofur kl. 11.00  og síðan verður jólatrésskemmtun í Aski. Gengið verður í kringum jólatréð og jólasveinn mætir á staðinn. (Ef það gengur að fá jólasvein) Eftir skemmtunina fara  nemendur  í kennslurýmin og halda stofujól. Sparinesti.

 

                                                                       Skólastjórnendur

 

 
   

 

 jóla1

 

Prenta

Húrra við unnum Skrekk

 

Seljaskóli varð í 1. sæti í hæfileikakeppni grunnskólanna Skrekk sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi við frábærar undirtektir áhorfenda ekki síst nemendahópsins úr Seljaskóla sem fylgdi sínu liði á sýninguna. Atriði Seljaskóla heitir „Allt til fjandans farið“ og fjallar um það þegar tæknin tekur yfir. Seljaskólahópurinn steig síðastur á svið þeirra átta skóla sem komust í úrslit. Samhæfing, liðsheild og góður andi einkenndi hópinn og fögnuðurinn var gífurlegur þegar borgarstjórinn tilkynnti úrslitin. Skrekksstyttan komin í annað sinn í Seljaskóla. Þrotlausar æfingar, skipulag, vel útfært atriði, dansinn,söngurinn,  leikurinn samhæfingin og  gleðin tókust í hendur og leiddi þau til sigurs. Skrekkshópurinn var undir stjórn félagsstarfskennaranna Þóris Brjáns Ingvarssonar og Gauta Þórs Ástþórssonar. Þeir sögðu að Seljaskólahópurinn hefði fengið mikið hrós frá starfsmönnum Borgarleikhússins fyrir fagmannlega og góða framkomu á æfingum og sýningum. Til hamingju Seljaskóli.

Sjá einnig http://reykjavik.is/frettir/seljaskoli-sigradi-skrekk

 
 
 
Prenta

Skipulagsdagur

Þriðjudagurinn 18.nóvember er skipulagsdagur í Seljaskóla. Á skipulagsdögum er ekki kennsla heldur vinna kennarar að sameiginlegum verkefnum, sitja námskeið, samráðsfundi o.s.frv.